Cash kvöld Ölfu

Upplýsingasíða um Cash kvöldverðarboð

Friday, May 12, 2006

Beggja vegna Atlandsála

Undirbúningur fyrir Cash kvöldið er í fullum gangi og fer hann fram í tveimur heimsálfum, Ameríku og Evrópu. Menn leggja nú nótt við dag svo atburðurinn megi takast sem best. Það stefnir allt í að Cash kvöldið verði að alþjóðlegum viðburði, enda tilefnið ekki lítið. Áratuga gamlar vinkonur ætla að pússa sig upp í "Rokk og rósa stílinn" og hafa það skemmtilegt með körlunum. Cash ævintýrið verður rifjað upp þar sem maðurinn í svörtu fötunum (e. Man in black) með indíánablóðið í æðunum lifnar við og tekur sín þekktustu lög ásamt June sinni Carter með Mother Maybell í bakröddum í San Quentin fangelsinu og árið er 1969. Allir voru þarna bláedrú og stemmningin var gríðarleg. Þessir tónleikar voru hápunkturínn á ferli kappans - en þetta eigum við allt eftir að upplifa saman. Lögin "A boy named Sue", "Jackson" og fleiri eiga eftir að hljóma á kvöldinu góða.

Óli Ingu er strax byrjaður að skála fyrir okkur! Látið endilega heyra í ykkur á blogginu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home