Cash kvöld Ölfu

Upplýsingasíða um Cash kvöldverðarboð

Monday, May 15, 2006

Hárkollur og gerfi augnhár

Rífandi stemning er í gangi fyrir Cash kvöldið. Fólk er á fullu að máta sig í hlutverk Johnny og June. Ég frétti af einni sem er búin að kaupa sér hárkollu og gerfi augnhár meira að segja frá henni Ameríku. Annars fór ég í "Gyllta köttinn" og þar eru alveg magnaðir kjólar og gyllt veski. Ég keypti mér einn slíkan og auðvitað gyllt veski í stíl og dóttur minni 17 ára fannst þetta gasalega fríkað. Eiginlega of fríkað fyrir 43ja ára gamla konu!

4 Comments:

  • At 4:44 AM, Anonymous Anonymous said…

    Á Álftanesinu er allt brjálað í undirbúningi - spólað er í fataskápum dætra og mæðra og skilja börnin ekkert í þessum hamagangi. Tíminn styttist óðum og nú eru einungis 4 dagar til stefnu. Mér skilst að Ameríku gengið sé flogið yfir hafið og sé að ná áttum fyrir Cash kvöldið!!

     
  • At 4:37 PM, Anonymous Anonymous said…

    Takk fyrir að leiða mig inn í nútímann Alfa. Er að blogga í fyrsta skiptið. Boðskortið slær allt út fyrr og síðar. Þú ert snillingur í að skapa stemningu Alfa. Skemmtinefndin ætlar í miðbæinn í vikunni og kíkja í "second hand" búðir. Við ætlum að ganga alla leið!

     
  • At 6:48 PM, Anonymous Anonymous said…

    Settið á Lambhaganum var að enda við að horfa á Walk the line og er sko aldeilis komið í sveiflu.

     
  • At 9:45 AM, Anonymous Anonymous said…

    Guð matseðilinn er alveg gasalega spennandi maður fær bara vatn í munninn við tilhugsunina eina saman. Ætlar Þórdís að vera yfir chef? xxx GM

     

Post a Comment

<< Home