Cash kvöld Ölfu

Upplýsingasíða um Cash kvöldverðarboð

Monday, May 22, 2006

Heimboð hjá Mama og Papa Cash


Cash kvöldið tókst með eindæmum vel. Kvöldið byrjaði á fordrykk og horft var á fréttaþáttinn um Johnny og June í San Quintin fangelsinu. Síðan hófust myndatökur af þátttakendum og úttekt á búningum og "outfitti." Mama Cash fílaði sig í tætlur. Einar (Jimi Hendrix) og Gunnhildur (Carlene Cash) gáfu henni ánægjupúða með áletruðu "Sexý" ásamt bleikum fjöðrum sem hún vingsaði í allar áttir allt kvöldið. Kollan sló algjörlega í gegn. Lilla var gasalega flott með þessa líka flottu greiðslu, í blágrænni blússu og svörtu pilsi, auðvitað beint frá New York. Gunnhildur keypti sér grænan kjól í Gyllta kettinum og var geysilega hugguleg og akkúrat í sixties stílnum. Allt kvöldið var hún að vekja athygli á kjólnum með því að segja:"Skál fyrir græna kjólnum" og menn tóku auðvitað undir. Jóhanna og Villi voru í "man in black" stílnum og skemmtu sér vel. Þórdís var barmmikil og lokkandi í flegnum kjól með amerískan konuhnút í hnakka. Þórarinn og Krissa voru svo flott og Krissa náttúrulega alltaf svo smart og í þetta skipti var hún ekki í vandræðum með kántrí stílinn. Henni fannst "lífið dásamlegt." Ella var sannkölluð June Carter Cash og Gísli var fullur aðdáunar. Rækjuforrétturinn var borinn fram ásamt ólífubrauðinu frá Mama Cash. Síðan grillaði Einar (Jimi Hendrix) steikur Papa Cash. Steikurnar, kartöflurnar og maísinn frá Sólmundi Oddssyni markaðsstjóra Nóatúns bráðnuðu í munni. Mikið var dansað, kjaftað og hlegið á þessu kvöldi. Þessir allra hörðustu fóru í bæinn, kíktu við á Vínbarnum og Thorvaldssen barnum. Óhætt er að fullyrða að félagarnir sem fóru út á lífið þetta kvöld hafi vakið sterk viðbrögð hjá fólki. En myndirnar tala sínu máli.

Cash píur í Randý Crawford stellingu

Hér eru Cash píurnar í Randí Crawford stellingunni frægu. Allar svona gasalega grannar og fínar. Ætla að setja inn fleiri myndir í albúm sem verða til hliðar við Cash bloggið. Hún Anna Kristjáns samstarfskona mín í OR er svo svakalega klár í þessu og ég bíð bara eftir því að hitta hana.

Þórdís og Lilla í Cash fíling



Þær voru í svakalegum fíling New York stöllurnar Þórdís og Lilla. Helga María vinkona Lillu greiddi henni og gerði það af reynslu ...

Gunnhildur fékk krampakast


Þegar gleðin stóð sem hæst fékk Gunnhildur krampakast ...

Verðlaunaafhending


Á Cash kvöldinu fór fram tískusýning og hörð samkeppni um bestu búningana. Mama Cash barðist ötullega fyrir verðlaununum og hafði erindi sem erfiði. Hér sérst Krissa næla í hana nælum sem á stóðu "Sexy beast" og "Sexy girl." Mama Cash lét strax setja næluna á álagsfleti á kjólnum enda mæddi mikið á kjólnum á stundum.

Cash strákarnir ásamt Einari Hendrix


Hér eru Cash drengirnir ásamt Einari Hendrix sem kom sem sérstakur gestur Johnnýs á kvöldinu góða. Þeir eru sko örugglega komnir í gírinn ... Frá vinstri: Gísli Cash, Villi Cash, Sigmar Papa Cash og Einar Jimi Hendrix. Á myndina vantar Tóta Cash.

Ella Eurovision gella



Ella var meira í Eurovision fíling þetta kvöld enda eru þau Gísli harðir aðdáendur keppninnar. Ella brá hér sér í gerfi Silvíu Nóttar og það voru þeir Gísli (Hommi) og Einar (Nammi) sem lyftu henni.

Monday, May 15, 2006

Hárkollur og gerfi augnhár

Rífandi stemning er í gangi fyrir Cash kvöldið. Fólk er á fullu að máta sig í hlutverk Johnny og June. Ég frétti af einni sem er búin að kaupa sér hárkollu og gerfi augnhár meira að segja frá henni Ameríku. Annars fór ég í "Gyllta köttinn" og þar eru alveg magnaðir kjólar og gyllt veski. Ég keypti mér einn slíkan og auðvitað gyllt veski í stíl og dóttur minni 17 ára fannst þetta gasalega fríkað. Eiginlega of fríkað fyrir 43ja ára gamla konu!

Friday, May 12, 2006

Beggja vegna Atlandsála

Undirbúningur fyrir Cash kvöldið er í fullum gangi og fer hann fram í tveimur heimsálfum, Ameríku og Evrópu. Menn leggja nú nótt við dag svo atburðurinn megi takast sem best. Það stefnir allt í að Cash kvöldið verði að alþjóðlegum viðburði, enda tilefnið ekki lítið. Áratuga gamlar vinkonur ætla að pússa sig upp í "Rokk og rósa stílinn" og hafa það skemmtilegt með körlunum. Cash ævintýrið verður rifjað upp þar sem maðurinn í svörtu fötunum (e. Man in black) með indíánablóðið í æðunum lifnar við og tekur sín þekktustu lög ásamt June sinni Carter með Mother Maybell í bakröddum í San Quentin fangelsinu og árið er 1969. Allir voru þarna bláedrú og stemmningin var gríðarleg. Þessir tónleikar voru hápunkturínn á ferli kappans - en þetta eigum við allt eftir að upplifa saman. Lögin "A boy named Sue", "Jackson" og fleiri eiga eftir að hljóma á kvöldinu góða.

Óli Ingu er strax byrjaður að skála fyrir okkur! Látið endilega heyra í ykkur á blogginu.

Sunday, May 07, 2006

Boðskort á Cash kvöld Ölfu








Kæru vinir.
Ykkur er boðið á Cash kvöld laugardagskvöldið 20. maí næstkomandi k.l 19:00. Við ætlum að hafa það skemmtilegt saman.

Dagskráin er þessi:
1. Fordrykkur í San Quentin fangelsinu (að Hlíðarhjalla 14 : íbúð 301).
Við kíkjum á steminguna í San Quentin í fylgd með sjónvarpsfréttamönnum BBC.
2. Rækjuréttur Vívian og heimabakað ólífubrauð frá Mama Cash.
3. Mama Cash grillsteikur, salat, laukhringir og annað meðlæti.
4. Honky Tonk eplakaka, Jambalaya ís með súkkulaði sósu og Mama Cash sítrónufrómas með rjóma.

Skemmtinefndin kemur með óvænt atriði á milli rétta.

Cash fílingur það sem eftir lifir nætur. Eigum við kannski að kíkja á Players?


Dress code:
Karlar: "Man in black"
Konur: Látið ímyndunaraflið ráða, gaman að kíkja t.d. í Rokk og rósir, Spútnik og Gyllta köttinn. Geysilega skemmtilegir kjólar þarna.

Alfa og Sigmar bjóða alla velkomna - hlökkum til að sjá ykkur öll.

Kíkið endilega á slóðina www.johnnycash.com til að komast í gírinn ...