Cash kvöld Ölfu

Upplýsingasíða um Cash kvöldverðarboð

Monday, May 22, 2006

Heimboð hjá Mama og Papa Cash


Cash kvöldið tókst með eindæmum vel. Kvöldið byrjaði á fordrykk og horft var á fréttaþáttinn um Johnny og June í San Quintin fangelsinu. Síðan hófust myndatökur af þátttakendum og úttekt á búningum og "outfitti." Mama Cash fílaði sig í tætlur. Einar (Jimi Hendrix) og Gunnhildur (Carlene Cash) gáfu henni ánægjupúða með áletruðu "Sexý" ásamt bleikum fjöðrum sem hún vingsaði í allar áttir allt kvöldið. Kollan sló algjörlega í gegn. Lilla var gasalega flott með þessa líka flottu greiðslu, í blágrænni blússu og svörtu pilsi, auðvitað beint frá New York. Gunnhildur keypti sér grænan kjól í Gyllta kettinum og var geysilega hugguleg og akkúrat í sixties stílnum. Allt kvöldið var hún að vekja athygli á kjólnum með því að segja:"Skál fyrir græna kjólnum" og menn tóku auðvitað undir. Jóhanna og Villi voru í "man in black" stílnum og skemmtu sér vel. Þórdís var barmmikil og lokkandi í flegnum kjól með amerískan konuhnút í hnakka. Þórarinn og Krissa voru svo flott og Krissa náttúrulega alltaf svo smart og í þetta skipti var hún ekki í vandræðum með kántrí stílinn. Henni fannst "lífið dásamlegt." Ella var sannkölluð June Carter Cash og Gísli var fullur aðdáunar. Rækjuforrétturinn var borinn fram ásamt ólífubrauðinu frá Mama Cash. Síðan grillaði Einar (Jimi Hendrix) steikur Papa Cash. Steikurnar, kartöflurnar og maísinn frá Sólmundi Oddssyni markaðsstjóra Nóatúns bráðnuðu í munni. Mikið var dansað, kjaftað og hlegið á þessu kvöldi. Þessir allra hörðustu fóru í bæinn, kíktu við á Vínbarnum og Thorvaldssen barnum. Óhætt er að fullyrða að félagarnir sem fóru út á lífið þetta kvöld hafi vakið sterk viðbrögð hjá fólki. En myndirnar tala sínu máli.

2 Comments:

  • At 3:57 PM, Blogger gia said…

    Sæl sexy beast, geðveikar myndir :) ha ha ha vildi að ég hefði verið fluga á vegg ! Djöfull ertu sniðug.

     
  • At 8:04 AM, Anonymous Anonymous said…

    Sæl Alfa mín. Ég var að vona að það væru einhverjar fréttir af ykkur hér á síðunni en svo er ekki. Ætli þið séuð ekki bara í Króatíu.
    Kveðjur, Sigrún

     

Post a Comment

<< Home